Færsluflokkur: Bloggar
26.11.2006 | 20:10
9. bolti
Sóli valdi þemað og það er Bjartmar í stuttbuxum. Bjartmar getur ekki þóst hafa gleymt stuttbuxum heima eða eiga ekki því það verða ljótar stuttbuxur teknar með til auka.
Bloggar | Breytt 28.11.2006 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.11.2006 | 17:47
8. bolti, Snilldar þema
Ekki veit ég hvernig honum Palla datt þetta þema í hug en þetta er one of a kind. Hrein og bein snilld. Þemað er "of mikill rakspíri" menn eiga sjemsjagt að tæma rakspíraflöskuna sína á sig, fyrir bolta og skella sér svo inn. Meðan ég man þá bað Bjartmar mig um að koma því á framfæri að hann er ekki búinn að gefast upp á því að komast að því hver var að prumpa í síðasta tíma og vill að menn mæti hálftíma fyrr í boltann svo hann geti yfirheyrt hvern fyrir sig inni á klósettinu eða í sturtunni, menn ráða því sjálfir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.11.2006 | 08:49
Hann heitir Páll... hann er efstur

Já það skal ég segja ykkur. Páll gerði sér lítið fyrir og komst á toppinn á deildinni okkar. Hann tók 2 sigra ásamt Helga og fengu þeir því báðir 5 stig. Gummi og Sóli sátu eftir með súrt ennið og náðu hvorugur sigri. Helstu breytingar í töflunni eru þær að Helgi vann sig upp um 2 sæti og er kominn í það fjórða. Bjartmar er að lauma sé upp töfluna hægt og rólega og hoppaði upp úr því áttunda í það sjöunda.
Ákvað að taka smá tölfræði á þetta ala Arnar Björnsson:
Góð tvenna: Góð tvenna er þegar maður nær að sigra báða leikina í boltanum. Gefur þér 5 stig úr boltanum.
Helgi: 2
Palli: 2
Smári: 2
Árni: 1
Ásgeir: 1
Bjartmar: 1
Gummi: 1
Hálf tvenna: Einn sigur og jafntefli. Gefur þér 4 stig úr boltanum með mætingu.
Smári: 2
Arnar: 1
Árni: 1
Ásgeir: 1
Gummi: 1
Palli: 1
Sóli: 1
Slæm tvenna: Tvö töp er ekkert til að vera stolltur af. Gefur þér 1 stig úr boltanum.
Gummi: 2
Sóli: 2
Arnar: 1
Bjartmar: 1
Jón: 1
Kristinn: 1
Það er harka farinn að færast í leikinn. Hver verður á toppnum um jólin? Fær hann jólagjöf? Hverjir verða í botn þremur? Nær Kristinn að vinna sig upp úr botninum á næstu vikum eftir að hafa komið seint inn í boltann? Fellur Smári um deild? Davíð, er hann að kela við Golíat? Hver veit... það er spenna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2006 | 21:41
7. bolti
Guðmundur fékk að velja þemað að þessu sinni og var hann viðstaddur hátíðlega athöfn í Gerpluhúsinu til að taka við þemabikarnum, en hann hefur gengið á milli manna frá því að elstu menn muna. Í ræðu sinni tók Guðmundur það fram að honum þótti miður hvernig þema boltans væri að breytast til hins verra og lofaði viðstöddum að nú skildi vera breyting á og ætlaði Guðmundur að leita til uppruna þemanna og hafa þema þar sem menn þyrftu að mæta í einhverju. "Þemað að þessu sinni verður "Svart og hvítt" þar sem menn mæta í svörtum buxum og hvítum bol, eða öfugt" Við þessi orð brutust út gríðarleg fagnaðarlæti og var Guðmundur klappaður upp af viðstöddum til að endurtaka ræðu sína.
Bloggar | Breytt 13.11.2006 kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.11.2006 | 22:27
Hvernig skráir maður sig?
Ákvað að smella smá upplýsingum um hvernig þið skráið ykkur til að geta kommentað án þess að þurfa að fá sent e-mail. Líka flott að vera með mynd.
Þið farið sem sagt á þessa slóð og skráið ykkur í kerfið. Þá býst sjálfkrafa til blog fyrir ykkur en það skiptir engu máli. Þurfið ekkert að nota það frekar en þið viljið.
Síðan þegar þið kommentið þá einfaldlega skráið þið ykkur efst á síðunni og kommentið. Ábyggilega hægt að muna notandanafn og lykilorð.
Til að setja inn mynd af ykkur farið þið í stjórnborðið ykkar. Þar farið þið í "Mínar stillingar" og "Notandaupplýsingar". Þar neðst getið þið sett inn mynd af ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2006 | 13:37
Smári efstur þrátt fyrir ómætingu
Jón mætti ekki annan tímann í röð þrátt fyrir að hafa skráð sig. Pilturinn því kominn með 2 bjórsektir. Reyndar er hún ekki inni í töflunni núna því ég hreinlega gleymdi því. En að töflunni sjálfri. Enn og aftur heldur Smári sætinu sínu á toppinum þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni mætt í tímann. Forystan er ekki mikil hjá honum því næsti maður. Hinn gullfallegi og snjalli Árni er einungis hálfu stigi á eftir honum í öðrusæti. Fasta á hæla hans koma svo Páll e. og Sólmundur Hólmundur með 20 stig. Gummi ogHelgi eru jafnir í 5-6. sæti með 18,5 stig og eru þeir enungis 2,5 stigi frá toppmanninum, appleauglýsingamanninum, Smára. Ásgeir situr í sama sæti, því sjöunda, með 18 stig. Bjartmar vinnur sig upp um sæti og er með 16 stig í því 8. Arnar fellur niður um eitt sæti og er í 9.sæti. Í botnbaráttunni eru þeir Hjörtur, með 7 stig, Jón, með 4 stig og svo nýjasti meðlimur boltans hann Kristinn, með 1 stig.
Stigatöfluna er að finna hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar