11.11.2006 | 21:41
7. bolti
Guðmundur fékk að velja þemað að þessu sinni og var hann viðstaddur hátíðlega athöfn í Gerpluhúsinu til að taka við þemabikarnum, en hann hefur gengið á milli manna frá því að elstu menn muna. Í ræðu sinni tók Guðmundur það fram að honum þótti miður hvernig þema boltans væri að breytast til hins verra og lofaði viðstöddum að nú skildi vera breyting á og ætlaði Guðmundur að leita til uppruna þemanna og hafa þema þar sem menn þyrftu að mæta í einhverju. "Þemað að þessu sinni verður "Svart og hvítt" þar sem menn mæta í svörtum buxum og hvítum bol, eða öfugt" Við þessi orð brutust út gríðarleg fagnaðarlæti og var Guðmundur klappaður upp af viðstöddum til að endurtaka ræðu sína.
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já ég mæti og eins og áður hefur komið fram kemur Ásgeir ekki
Arnar Björnsson, 11.11.2006 kl. 21:45
Mæti
Guðmundur Andrésson, 11.11.2006 kl. 22:34
Torfason mun mæta í svörtu og hvítu. Svo held ég að Sólmundur vilji gjarnan vera með þema í næsta bolta. Hann var með eitt gott sem hann sagði mér um daginn. Bið ég hann að vera í sambandi við Arnar við hið fyrsta.
Árni Torfason, 12.11.2006 kl. 14:27
Hvernig gerist maður Bloggvinur ? Já, ég er með eitt gott þema líka sem mér þætti gaman að henda inn við tækifæri...
Helgi , 12.11.2006 kl. 14:57
og að sjálfsögðu mæti ég :)
Helgi , 12.11.2006 kl. 14:57
Ég er búinn að bæta þér við sem bloggvin inn á pendejo. Þarft að fara inn í stjórnborðið hjá þér og samþykkja að vera vinur. Kveðja, Pendejo
Pendejo FC, 12.11.2006 kl. 15:03
Mæti
Kristinn Magnússon (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 15:04
6 kvikindi búin að skrá sig á sunnudegi. Held að það hljóti að vera met.
Pendejo FC, 12.11.2006 kl. 17:24
Gerði smá vitleysu í færslunni, þetta er auðvitað 7. bolti vetrarins, búinn að laga það. Menn verða bara að vera þolinmóðir um að fá að velja þemað. Það fá allir að hafa þema, það er einungis tímaspurnsmál þegar það kemur að þeim
Arnar Björnsson, 13.11.2006 kl. 13:48
Mæti
smari (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:04
Hugsa að við séum orðnir 10 kvikindi. Bjartmar og Jón A. bætast í hópinn og þá erum við 10. Jón fékk formlegt bréf þar sem honum var tilkynnt að ef hann svíkur okkur í kvöld og mætir ekki þá verður hann rekinn með skömm. Þannig að líkurnar að hann mæti eru miklar.
Pendejo FC, 13.11.2006 kl. 16:36
3 tímar .. 11 mínútur og 33 sek í bolta !!!
Helgi , 13.11.2006 kl. 19:49
nei, hann byrjar hálf 11 :(
Helgi , 13.11.2006 kl. 19:49
Núna erum við að tala um rúman klukkutíma í bolta. Jón sagðist mæta og ég ætla rétt að vona að hann standi við það pilturinn. Annars verður þetta mis bolti ef við verðum 4-5.
Árni Torfason, 13.11.2006 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.