Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
28.11.2006 | 23:11
Spennan súrsæt og 3 boltar eftir
Já það má segja það að spennan sé ansi mögnuð þegar einungis þrír boltar eru eftir af fyrsta helming tímabilsins. Frá viku 7 til viku 9 hefur ýmislegt gerst. Páll heldur efsta sætinu og er búinn að auka forskotið í hvorki minna né minna heldur en 3,5 stig sem er ansi ágæt forysta. Í fjarveru Smára hefur Árni unnið sig upp í annað sætið og situr þar með 28,5 stig á eftir Pálusi hinum mikla eins og hann vill láta kalla sig. Helgi datt niður um eitt sæti í áttundu viku en vann sig síðan upp um tvö sæti í síðasta bolta og situr nú í 3. sæti. Fast á hæla hans kemur Smári með 27 stig, hálfu stigi á eftir Helga. Í 5-6. sæti sitja þér félagar Arnar og Gummi með 26,5 stig. Arnar tók ansi stórt stökk á milli viku 7 og 9 og hoppaði upp um 4 sæti. Var í því níunda en er núna í því fimmta. Gott hopp af ófroski að vera finnst mér. Spurning hvort að Sólmundur sé að heltast úr lestinni því hann er kominn niður í það sjöunda. Var í því fjórða lengi vel. Hann gæti samt komið sterkur inn á lokasprettinum. Ásgeiri líkar vel við sig í því áttunda og hefur verið þar og er síðustu þrjár vikurnar. Hann gæti samt vel unnið sig upp í efri hluta töflunnar sem og lappahvíti Bjartmar sem er einu stigi á eftir honum í níunda sæti. Á botninum eru þeir Hjörtur, Jón og Kristinn í þessari röð.
Mark þessa bolta átti herra Torfason þegar hann skoraði liggur við fyrir aftan marklínuna og hrundi svo í gegnum tjaldið yfir í fimleikasalinn. Honum varð samt ekki meint af.
Eftir áramót legg ég til að við núllum töfluna. Þannig að á lokahófi verða veitt þrenn verðlaun.
1. Sigurvegari fyrir áramót
2. Sigurvegari eftir áramót
3. Mega heildar sigurvegari sem nær yfir bæði tímabilin
Ef einhver mótmælir þessu þá verður viðkomandi líklegast tæklaður fast í næstu leikjum. Þannig að vinsamlegast mótmælið ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.11.2006 | 20:10
9. bolti
Sóli valdi þemað og það er Bjartmar í stuttbuxum. Bjartmar getur ekki þóst hafa gleymt stuttbuxum heima eða eiga ekki því það verða ljótar stuttbuxur teknar með til auka.
Bloggar | Breytt 28.11.2006 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.11.2006 | 17:47
8. bolti, Snilldar þema
Ekki veit ég hvernig honum Palla datt þetta þema í hug en þetta er one of a kind. Hrein og bein snilld. Þemað er "of mikill rakspíri" menn eiga sjemsjagt að tæma rakspíraflöskuna sína á sig, fyrir bolta og skella sér svo inn. Meðan ég man þá bað Bjartmar mig um að koma því á framfæri að hann er ekki búinn að gefast upp á því að komast að því hver var að prumpa í síðasta tíma og vill að menn mæti hálftíma fyrr í boltann svo hann geti yfirheyrt hvern fyrir sig inni á klósettinu eða í sturtunni, menn ráða því sjálfir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.11.2006 | 08:49
Hann heitir Páll... hann er efstur
Já það skal ég segja ykkur. Páll gerði sér lítið fyrir og komst á toppinn á deildinni okkar. Hann tók 2 sigra ásamt Helga og fengu þeir því báðir 5 stig. Gummi og Sóli sátu eftir með súrt ennið og náðu hvorugur sigri. Helstu breytingar í töflunni eru þær að Helgi vann sig upp um 2 sæti og er kominn í það fjórða. Bjartmar er að lauma sé upp töfluna hægt og rólega og hoppaði upp úr því áttunda í það sjöunda.
Ákvað að taka smá tölfræði á þetta ala Arnar Björnsson:
Góð tvenna: Góð tvenna er þegar maður nær að sigra báða leikina í boltanum. Gefur þér 5 stig úr boltanum.
Helgi: 2
Palli: 2
Smári: 2
Árni: 1
Ásgeir: 1
Bjartmar: 1
Gummi: 1
Hálf tvenna: Einn sigur og jafntefli. Gefur þér 4 stig úr boltanum með mætingu.
Smári: 2
Arnar: 1
Árni: 1
Ásgeir: 1
Gummi: 1
Palli: 1
Sóli: 1
Slæm tvenna: Tvö töp er ekkert til að vera stolltur af. Gefur þér 1 stig úr boltanum.
Gummi: 2
Sóli: 2
Arnar: 1
Bjartmar: 1
Jón: 1
Kristinn: 1
Það er harka farinn að færast í leikinn. Hver verður á toppnum um jólin? Fær hann jólagjöf? Hverjir verða í botn þremur? Nær Kristinn að vinna sig upp úr botninum á næstu vikum eftir að hafa komið seint inn í boltann? Fellur Smári um deild? Davíð, er hann að kela við Golíat? Hver veit... það er spenna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2006 | 21:41
7. bolti
Guðmundur fékk að velja þemað að þessu sinni og var hann viðstaddur hátíðlega athöfn í Gerpluhúsinu til að taka við þemabikarnum, en hann hefur gengið á milli manna frá því að elstu menn muna. Í ræðu sinni tók Guðmundur það fram að honum þótti miður hvernig þema boltans væri að breytast til hins verra og lofaði viðstöddum að nú skildi vera breyting á og ætlaði Guðmundur að leita til uppruna þemanna og hafa þema þar sem menn þyrftu að mæta í einhverju. "Þemað að þessu sinni verður "Svart og hvítt" þar sem menn mæta í svörtum buxum og hvítum bol, eða öfugt" Við þessi orð brutust út gríðarleg fagnaðarlæti og var Guðmundur klappaður upp af viðstöddum til að endurtaka ræðu sína.
Bloggar | Breytt 13.11.2006 kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.11.2006 | 22:27
Hvernig skráir maður sig?
Ákvað að smella smá upplýsingum um hvernig þið skráið ykkur til að geta kommentað án þess að þurfa að fá sent e-mail. Líka flott að vera með mynd.
Þið farið sem sagt á þessa slóð og skráið ykkur í kerfið. Þá býst sjálfkrafa til blog fyrir ykkur en það skiptir engu máli. Þurfið ekkert að nota það frekar en þið viljið.
Síðan þegar þið kommentið þá einfaldlega skráið þið ykkur efst á síðunni og kommentið. Ábyggilega hægt að muna notandanafn og lykilorð.
Til að setja inn mynd af ykkur farið þið í stjórnborðið ykkar. Þar farið þið í "Mínar stillingar" og "Notandaupplýsingar". Þar neðst getið þið sett inn mynd af ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2006 | 13:37
Smári efstur þrátt fyrir ómætingu
Jón mætti ekki annan tímann í röð þrátt fyrir að hafa skráð sig. Pilturinn því kominn með 2 bjórsektir. Reyndar er hún ekki inni í töflunni núna því ég hreinlega gleymdi því. En að töflunni sjálfri. Enn og aftur heldur Smári sætinu sínu á toppinum þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni mætt í tímann. Forystan er ekki mikil hjá honum því næsti maður. Hinn gullfallegi og snjalli Árni er einungis hálfu stigi á eftir honum í öðrusæti. Fasta á hæla hans koma svo Páll e. og Sólmundur Hólmundur með 20 stig. Gummi ogHelgi eru jafnir í 5-6. sæti með 18,5 stig og eru þeir enungis 2,5 stigi frá toppmanninum, appleauglýsingamanninum, Smára. Ásgeir situr í sama sæti, því sjöunda, með 18 stig. Bjartmar vinnur sig upp um sæti og er með 16 stig í því 8. Arnar fellur niður um eitt sæti og er í 9.sæti. Í botnbaráttunni eru þeir Hjörtur, með 7 stig, Jón, með 4 stig og svo nýjasti meðlimur boltans hann Kristinn, með 1 stig.
Stigatöfluna er að finna hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar