Leita í fréttum mbl.is

Frændur munu berjast!

Já 11.boltinn var all svakalegur. Fyrri leikurinn var svo gott sem tapaður og staðan 9-5 og meðlimir liðsins sumir búnir að gefast upp. En með ótrúlegri baráttu hófst þetta á endanum 9-10. Í staðin fyrir að velja mark boltans hef ég ákveðið að velja þessi 5 mörk sem mörk boltans. En endilega kommentið ef ykkur dettur eitthvað sérstakt mark í hug úr boltanum í gær. En snúum okkur að stigatöflunni.

Það hafa verið nokkrar breytingar á töflunni síðustu vikur og þá einna helst um miðbik deildarinnar. Á toppnum er Páll E. með slétt 40 stig. Laust á hæla hans kemur Árni með 36,5 stig og tveimur stigum þar á eftir situr Arnar í þriðja sæti með 34,5 stig. Gummi skipar fjórða sætið með 32,5 stig, Helgi það fimmta með 31,5 stig og Sóli það sjötta með 30 stig. Páll og Árni stóðu í stað á milli vikna, þeir Arnar, Gummi og Sóli hækkuðu um sæti í töflunni en Helgi féll niður um tvö sæti. Þá er komið að neðri helming deildarinnar. Ásgeir féll niður um eitt sæti í það sjöunda og er með 29 stig. Smári hefur fallið hratt niður töfluna undanfarnar vikur og situr nú í áttunda með 27 stig. Bjartmar heldur sig í níunda sætinu og er einungis einu stigi á eftir Smára með 26 stig. Í botnsætunum þremur eru þeir Hjörtur, með 24 stig, Kristinn, með11 stig og á botnsætið vermir Jón með 7 stig.

Úrslitin í deildinni ráðast því í síðasta boltanum, þann 18.desember næstkomandi. Þeir sem eiga möguleika á sigri í fyrra hluta deildarinnar eru þeir Páll E. sem er með 3,5 stiga forskot á Árna sem á einnig sjéns á sigri. Þeir sem eiga sjéns á topp 3 sætunum eru Páll, Árni, Arnar, Gummi og Helgi.

Þannig að eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá munu frændur berjast í lokaboltanum um efsta sætið fyrir jól. Getið eins og vanalega séð töfluna og vikurnar hér.

b54c7f9fd10189dd22f8b83e39ad19914


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Andrésson

Flottur póstur 

Ég krefst þess að fulltrúi lyfjaeftirlits verði á staðnum nk.mánudag og dragi úr öllum vafa þegar úrslitin ráðast...mig grunar að Páll hafi eitthvað á samviskunni. 

Guðmundur Andrésson, 12.12.2006 kl. 11:54

2 Smámynd: Arnar Björnsson

Verða frændurnir ekki að vera í sitthvoru liðinu, báða leikina, í næsta tíma.  Árni fer ekki að vera með Palla í liði ef hann ætlar að eiga séns að taka efsta sætið.  Annars sendi ég Gerplu póst um að fá að vera áfram, flýta tímanum og bæta við miðvikudögunum, er að bíða eftir svari og læt ykkur svo vita um leið og ég fæ svar.

Stjórnin

Arnar Björnsson, 12.12.2006 kl. 20:33

3 Smámynd: Árni Torfason

Líst vel á að flýta tímunum og bæta við miðvikudögum. Við erum að tala um það að það væri bolti í kvöld ef við værum á miðvikudögum líka. Újé. Jú ég held að við Páll e. verðum að vera í sitthvoru liðinu til að halda spennunni. Allavega í fyrsta leiknum.

Árni Torfason, 13.12.2006 kl. 11:45

4 identicon

Sælir heiðursmenn!

Hvað segja menn um einn útibolta milli jóla á nýárs á einhverju gervigrasinu í bænum? Svona fyrir þá sem geta ekki spilað bolta á götum New York borgar.

(Sigurjón)

Sigurjón (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 20:36

5 Smámynd: Árni Torfason

Ég styð það algjörlega. Set inn skráningu og umræðu um útibolta milli jóla og nýárs. Ekki spurrari.

Árni Torfason, 17.12.2006 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband